29.8.2009 | 18:27
Enn af Icesave og Evrópuvæðingu
Fólk hrannast inn á kaffistofuna til mín til að lýsa yfir áhyggjum sínum. Ef Alþingi og forseti samþykkja Icesave vilja flestir flýja land... nema öryrkjar, sem eru eiginlega dæmdir til kyrrsetu og taka á sig skuldirnar fyrir þessi 10% þjóðarinnar sem fór offari í góðærinu.
Þeir sem bera mestu ábyrgð á ástandinu eru löngu farnir með ránsfenginn. Eftir hrunið byrjaði þetta fólk strax að kreista síðustu dropana úr hagkerfinu með því að segjast eiga svo bátt að hafa tapað öllum þessum milljörðum, þau ættu skilið að fá meira.
Hvað með alla þá sem hafa ekki einu sinni séð milljón inni á heimabankanum? Hvar er niðurfellingin hjá þeim sem eiga ekki mat út mánuðinn?
Icesave samningurinn getur ekki verið samþykktur með viðbótum sem eru ekki í upprunalega samningnum. Fyrst er að sjá hvort bretar og hollendingar sætti sig við breytingartillögurnar áður en við getum samþykkt annan samning sem verður afleiðing af Icesave. Vitlaust orðalag og allt er búið.
Það var skrifað undir í júní án þess að lesa yfir öll gögnin fyrst og án þess að láta okkur vita. Alls staðar er kastað til höndunum til að flýta fyrir ferlinu sem mun leiða okkur í glötun ef við stoppum þetta ekki. Evrópuríkin þurfa á landinu okkar að halda, ekki öfugt og það liggur á að styrkja krónuna.
Nei og aftur NEI - hver og einn á að sjá um að greiða sínar eigin skuldir - þú getur haft áhrif með því að smella þér inn á www.kjosa.is
Um bloggið
Kaffistofuumræðan
Bloggvinir
- ak72
- andrigeir
- axelaxelsson
- birgrunar
- launafolk
- samviska
- gagnrynandi
- erljon
- estheranna
- frjalshyggjufelagid
- vidhorf
- mosi
- zumann
- mummij
- gbo
- morgunblogg
- maeglika
- heimirhilmars
- helgatho
- minos
- ingagm
- kreppan
- islandsfengur
- kristbjorghreins
- kristinnp
- marinogn
- hafstein
- frisk
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- siggi-hrellir
- icebraker
- hvirfilbylur
- spurs
- visur7
- kreppuvaktin
- icekeiko
- doddibraga
- thorsaari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.