Auglýsi eftir stjórnmálaflokki fyrir þá sem minna mega sín í næstu kosningum

Hugguleg kona á áttræðisaldri kom við á kaffistofunni fyrir skemmstu og sagði farir sínar ekki sléttar. Málið er að þessi kona skuldar Tryggingastofnun á sjöunda hundruð þúsund krónur vegna laga sem sett voru til að hægt yrði að skuldsetja hana aftur í tímann. Samkvæmt lögunum má fara 3 ár aftur í tímann, en hjá þessari tilteknu konu er farið ofan í saumana á síðustu 15 árum.

Er það misskilningur, eða eiga lög ekki að gilda frá þeim degi sem þau voru sett? Allt sem var gert fyrir þann tíma telst ekki með. Af hverju er verið að traðka á þeim sem síst mega sín? Aldraðir og öryrkjar hafa fullt erindi á Alþingi. Þó svo að einstaklingarnir í þessum röðum hafi mismunandi skoðanir er full þörf á því að þessi flokkur komi fram, rétt eins og kvennalistinn forðum daga. Þegar hinir flokkarnir fóru að setja konur í forystusæti hafði kvennalistinn náð takmarki sínu og lagði upp laupana.

Hér með auglýsi ég eftir sterkum röddum úr hópi aldraðra og öryrkja. Ég hvet ykkur til að koma með skýra stefnumótum á því sem þarf að gera. Við erum aðeins einu slysi frá því að verða öryrkjar, eitt augnablik er allt sem þarf. Flest viljum við verða gömul og njóta ellinnar. Þetta fólk á ekki að lifa við hungurmörk og það má heldur ekki halda vinnugetu þeirra niðri eins og nú er gert. Ef öryrki vill vinna nokkrar klukkustundir getur hann komið út í mínus þegar Tryggingastofnun hefur krækt í sitt. Það er ýmislegt sem þarf að laga og nú er tími til að koma með hugmyndir að úrbótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kaffistofuumræðan

Höfundur

Kaffistofuumræðan
Kaffistofuumræðan
Kaffihjal af ýmsu tagi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband